Skilgreinum fall $f(x)=kx(1-x)$ þar sem $k\gt 0$ er fasti. Ákvarðið
skilyrði á töluna $k$ sem eru nægileg og nauðsynleg til þess, að til sé rauntala
$c$ þannig að $f(f(c))=c$ en $f(c)\neq c$.
Í Maraþonhlaupi (42 km)
eru 11 drykkjarstöðvar fyrir keppendur.
Köllum drykkjar-stöð-varnar
$A, B, C, D, E, F, G, H, I, J, K$, og gerum ráð fyrir að þær raðist
meðfram hlaupabrautinni eins og sýnt er á
myndinni. Drykkjarstöð $A$ er
við upphaf brautarinnar og drykkjarstöð $K$ við enda brautarinnar.
Stöðvunum er raðað þannig að samanlögð lengd tveggja sam-liggjandi bila á
milli stöðva sé ekki meiri en 10 km, og að samanlögð lengd þriggja
samliggjandi bila er að minnsta kosti 13 km.
Gefinn er kúptur fimmhyrningur $ABCDE$. Hann er svo
þaninn út og búinn til nýr fimmhyrningur $A’B’C’D’E’$.
Horn þess nýja eru jafnstór hornum þess gamla, og
samsvarandi hliðar í þeim gamla og þeim nýja eru samsíða og fjarlægð á
milli þeirra er í öllum tilvikum $4$. Sýnið að ummál fimmhyrningsins
$A’B’C’D’E’$ er að minnsta
kosti $8\pi$ stærra en ummál upphaflega fimmhyrningsins $ABCDE$.
Á stofugólfinu er ljótur hringlaga blettur sem hefur flatarmálið $1$. Sýnið að hægt er að hylja blettinn með þremur ferningslaga mottum sem hver hefur flatarmálið $1$ (án þess að klippa motturnar í sundur).
Gutti og Jörmunrekur eru í leik, fyrir framan sig hafa þeir jöfnu
$$
\Box\,x+\Box=\Box
$$
sem í vantar stuðlana.
Leikurinn felst í því að Gutti byrjar að velja tölu í einhvern
reitanna, svo setur Jörmunrekur tölu í annan reitanna tveggja sem þá
eru eftir, og loks setur Gutti tölu í síðasta reitinn.
Gutti hefur það markmið að jafnan sem kemur út hafi enga lausn.
Útskýrið hvernig Gutti getur alltaf náð þessu markmiði, óháð því hvað
Jörmunrekur gerir þegar hann á að velja tölu.
Útskýrið að Gutti getur líka leikið þannig að jafnan hafi nákvæmlega eina lausn, óháð því hvað Jörmunrekur gerir.
Útskýrið að Gutti getur einnig leikið þannig að jafnan hafi óendanlega margar lausnir, óháð því hvað Jörmunrekur gerir.