Fjörutíu spjöld eru merkt með tölunum frá 1 upp í 40. Tíu spjöld eru valin af handahófi og tölurnar á þeim lagðar saman. Fjöldi mögulegra útkoma er
Minnsta mögulega summan er $\frac{1}{2}\cdot (1+10)\cdot 10=55$ og sú stærsta $\frac{1}{2}\cdot(31+40)\cdot 10=355$.
(Hér notfærum við okkur að ef við eigum að leggja saman $n$ tölur $a_1, a_2, \ldots, a_n$ þannig að $a_{k+1}-a_k$ er föst tala fyrir öll $k=0,\ldots,n-1$, þá er summan margfeldi fjölda talnanna við meðaltal fyrsta og síðasta liðarins.)
Ljóst er að við getum valið spil til að fá hvaða útkomu þarna á milli svo fjöldi mögulegra útkoma er $355-55+1=301$.