Skip to Content

Ráðstefnan Stærðfræði á Íslandi

Tími: 
14. október 2023 - 12:00
Staðsetning: 
Reykjaskóli í Hrútafirði

Kæra félagsfólk,

Helgina 14.-15. október verður haldin stærðfræðiráðstefna á vegum félagsins á Reykjum í Hrútafirði. Dagskráin hefst um hádegi á laugardegi og lýkur um kaffileytið á sunnudegi.

Laugardagurinn 14. október

11:00 - 12:00 Mæting og skráning. Munið að taka með rúmföt og handklæði.
12:00 Hádegisverður
13:10 Ráðstefnan sett
13:20 - 14:00 Ingunn Gunnarsdóttir - Samstem, samstarfsverkefni háskólanna og framhaldsskólanna um STEM.

History of the Banach Fixed Point Theorem

Tími: 
14. september 2023 - 16:30
Staðsetning: 
Askja, stofa 132

Małgorzata Terepeta, prófessor við Tækniháskólann í Łódź heldur fyrirlestur fyrir Íslenska stærðfræðafélagið. Kaffi og spjall hefst kl. 16:30 og fyrirlesturinn sjálfur hefst kl. 17.

Ágrip: On June 24, 1920 Stefan Banach presented his doctoral dissertation titled operacjach na zbiorach abstrak-cyjnych i ich zastosowaniach do równań całkowych(On operations on abstract sets and their applications tointegral equations) to the Philosophy Faculty of Jan Kazimierz University in Lvov.

Verðlaun Íslenska Stærðfræðafélagsins 2023

Árið 2022 hlutu eftirtaldir aðilar verðlaun Íslenska stærðfræðafélagsins.

  • Agnes Ómarsdóttir, Fjölbrautarskólinn í Garðabæ
  • Alexander K.

Abel verðlaunin 2023

Kæru félagar,

Eftirfarandi tilkynning var að berast um verðlaunahafa Abel verðlaunanna 2023.

Kveðja,

Stjórnin

-------------

Luis A. Caffarelli awarded the 2023 Abel Prize

The Norwegian Academy of Science and Letters has decided to award the Abel Prize for 2023 to Luis A. Caffarelli of the University of Texas at Austin, USA, for his “seminal contributions to regularity theory for nonlinear partial differential equations including

free-boundary problems and the Monge–Ampère equation.”

Gagnvirkar tölvusannanir

Tími: 
9. febrúar 2023 - 17:00
Staðsetning: 
V-157 í VR-II

Fyrsti fyrirlestur ársins 2023 á vegum ÍSF verður haldinn fimmtudaginn 9. febrúar kl. 17. Fyrirlesari er Dagur Tómas Ásgeirsson. Dagur stundar doktorsnám við Hafnarháskóla.

Jólafyrirlestur 2022

Fimmtudaginn 29. desember var jólafyrirlestur Íslenska stærðfræðafélagsins. Fyrirlesturinn hófst kl. 17 og fór fram í stofu 157 í VRII. Á undan var boðið upp á konfekt og spjall. Fyrirlesari var Hjalti Þór Ísleifsson og titill erindis hans var: Ummálsjafnaðarójöfnur í rúmum með hvergi jákvæðan krappa. Ágrip má finna hér fyrir neðan.

Aðalfundur 2022

Aðalfundur Íslenska stærðfræðafélagsins verður haldinn fimmtudaginn 26. janúar klukkan 17 í VR-II við Hjarðarhaga í stofu V-148.

Gott væri ef framboð til stjórnar og tillögur um önnur mál myndu berast okkur í tölvupósti í aðdraganda fundar.

Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar flutt.
3. Lagabreytingar.
4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
5. Umsóknir um félagsaðild bornar upp.
6. Kosning stjórnarmanna.
7. Kosning skoðunarmanns reikninga.
8. Ákvörðun árgjalds.
9. Önnur mál.

Fields-verðlaunin 2022 / The Fields medal 2022

English below
Fyrirlestrar á vegum Íslenska stærðfræðafélagsins

Afmælisfyrirlestur

Í tilefni 75 ára afmælis félagsins þann 31. október næstkomandi boðum við til fundar! Einar H. Guðmundsson, professor emeritus við Háskóla Íslands heldur erindið ,,Kenning Björns Gunnlaugssonar um innsta eðli efnisins".

Jólafundur

Miðvikudaginn 29. desember kl 17 mun Elvar Wang Atlason halda fyrirlestur á jólafundi stærðfræðafélagsins.

Elvar er þriðja árs nemi í stærðfræði við Háskólann í Cambridge. Samhliða námi safnar hann rúmfræðilegum staðreyndum, og hefur lofað að deila nokkrum þeirra með okkur.

Titill: Ljósmynstur í bollum

Syndicate content