Skip to Content

Að gerast félagi

Félagar geta þeir orðið sem hafa lokið háskólaprófi í stærðfræði eða skyldum greinum og er þá miðað við a.m.k. þriggja ára háskólanám að loknu stúdentsprófi. Beiðni um inngöngu í félagið skal vera skrifleg til stjórnar félagsins. Í henni þarf að koma fram fullt nafn, kennitala, heimilisfang, tölvupóstfang og námsferill frá stúdentsprófi. Félagsmenn greiða árgjald félagsins sem nemur almennt 3.000 krónum en 1.500 krónum fyrir eldri borgara.