Skip to Content

Um félagið

Íslenska stærðfræðafélagið var stofnað árið 1947. Í gerðabók félagsins er eftirfarandi frásögn af stofnfundinum.

Föstudaginn 31. október 1947, sem er sjötíu ára afmælisdagur dr. Ólafs Daníelssonar, komu saman á heimili hans nokkrir menn og stofnuðu með sér félag. Tilgangur félagsins er sá að stuðla að samstarfi og kynnum þeirra manna hér á landi, sem lokið hafa háskólaprófi í stærðfræðilegum greinum. Félagið heldur fundi, þar sem einstakir félagsmenn skýra frá athugunum sínum á stærðfræðilegum viðfangsefnum, og skulu umræður um efnið fara fram, ef þess er óskað.

Stofnfélagar voru 15 talsins en ekki hlaut félagsskapurinn nafn fyrr en rúmum fjórum árum síðar. Í dag eru félagsmenn á þriðja hundrað talsins.

Félagsmenn geta fylgst með því sem er á döfinni á samfélagsmiðlum með því að skrá sig á póstlista félagsins og skoða FB-síðu þess.