Skip to Content

Kynningarfundur um framhaldsnám

Tími: 
Fimmtudaginn, 24. mars 2011 - 16:45
Staðsetning: 
Stofa 157 í VR-II

Það verður fundur hjá Íslenska stærðfræðafélaginu fimmtudaginn 24. mars í stofu 157 í VR-II, bygginu Verkfræði- og náttúruvísindasviðs við Hjarðarhaga. Hann hefst kl. 16:45 og lýkur 18:15.

Þetta verður kynningarfundur á framhaldsnámi í stærðfræði og tengdum greinum. Nemendum við HÍ og HR hefur verið sérstaklega boðið á fundinn og mun félögum Íslenska stærðfræðafélagsins gefast kostur á að miðla reynslu sinni til þeirra. Allir eru velkomnir og við hvetjum sérstaklega þá sem hafa lokið framhaldsnámi á þessari öld til að mæta.

Boðið verður upp á hressingu á fundinum.