Skip to Content

Fundur með kynningu

Tími: 
Fimmtudaginn, 18. nóvember 2010 - 16:45
Staðsetning: 
Stofu 157 í VR-II við Hjarðarhaga

Fundur verður í Íslenska stærðfræðafélaginu fimmtudaginn 18. nóvember í stofu 157 í VR-II.

Fundurinn hefst með veitingum að hefðbundnum hætti frá kl. 16:45. Að þeim loknum, eða klukkan 17:15, munu þeir Einar Bjarki Gunnarsson, Guðmundur Einarsson og Jóhann Sigursteinn Björnsson kynna safn stærðfræðihugtaka sem þeir unnu síðastliðið sumar á vefnum www.stæ.is.

Ágrip: Síðastliðið sumar voru unnin drög að safni stærðfræðihugtaka á vegum Íslenska stærðfræðafélagsins. Á fundinum verður hugtakasafnið kynnt og höfundar þess munu sýna hvernig efnið í því var unnið. Verkefnið var styrkt af Almanakssjóði og Nýsköpunarsjóði námsmanna.