Skip to Content

Málþing um stærðfræðimenntun og ný skólalög

Tími: 
Fimmtudaginn, 5. febrúar 2009 - 16:00
Staðsetning: 
Stofu HT-105 í Háskólatorgi

Íslenska stærðfræðafélagið, Flötur félag stærðfræðikennara og Félag raungreinakennara boða til málþings um ný skólalög og stærðfræðimenntun fimmtudaginn 5. febrúar kl. 16.00 í stofu HT-105 í Háskólatorgi (í kjallaranum undir Háskólamatstofunni).

Tilgangur málþingsins er að kynna ný lög um grunn-, framhalds- og háskóla sem tóku gildi á síðasta ári og ræða hvernig stærðfræðinni muni vegna í þessu nýja lagaumhverfi.

Málþingið hefst með framsöguerindum og síðan verða pallborðsumræður.

Framsögumenn eru:

  • Ágúst Ásgeirsson, framhaldsskólakennari.
  • Berglind Gísladóttir, grunnskólakennari.
  • Björg Pétursdóttir, sérfræðingur í Menntamálaráðuneytinu.
  • Jón Torfi Jónasson, forseti menntavísindasviðs HÍ.
  • Rögnvaldur Möller, prófessor í stærðfræði við HÍ.

Allir eru velkomnir,
stjórnir félaganna.