Hver er stuðullinn við $x^{50}$ þegar margfaldað er upp úr $$ (1+x+x^{2}+\cdots+x^{100})(1+x+x^{2}+\cdots+x^{25})? $$
Fyrir hvern lið í seinni sviganum fáum við $x^{50}$ nákvæmlega einu sinni þegar við margföldum hann inn í fyrri svigann. Það eru $26$ liðir í seinni sviganum svo stuðullinn við $x^{50}$ er $26$.