Meðalaldur $20$ manna hóps er $16$ ár og $3$ mánuðir. Nú bætist ein $18$ ára stúlka í hópinn. Hver verður meðalaldurinn þá?
Ef meðalaldur $20$ mann hóps er $16$ ár og $3$ mánuðir, þá er samanlagður aldur hópsins $20\cdot 16\frac{3}{12}=320\frac{60}{12}=325$ ár. Þegar $18$ ára stúlka bætist við verður samanlagður aldurinn $325+18=343$ ár og því meðalaldurinn $$\frac{343}{21}=16\frac{7}{21}=16\frac{1}{3}=16\frac{4}{12},$$ það er að segja, $16$ ár og $4$ mánuðir.