Í kjölfar umræðu í þjóðfélaginu um stöðu íslensku í kennaranámi við Háskóla Íslands hefur stjórn Íslenska stærðfræðafélagsins komið eftirfarandi á framfæri við stjórn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Efni: Staða faggreina í almennu kennaranámi við Háskóla Íslands.
Stjórn Íslenska stærðfræðafélagsins tekur undir gagnrýni íslenskukennara við Menntavísinda- og Hugvísindasvið Háskóla Íslands og lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu faggreina í almennri kennaramenntun við Háskóla Íslands.
Á síðustu áratugum hefur fjöldi rannsókna kannað áhrif hæfni kennara á námsárangur barna.