Skip to Content

Um mikilvægi hnúta í netum

Tími: 
22. nóvember 2023 - 17:00
Staðsetning: 
VR-2, stofu 157 í HÍ

Miðvikudaginn 22. nóvember flutti María Óskarsdóttir erindi um mikilvægi hnúta í netum. Eins og venja er var heitt á könnunni frá 16.30.

Um mikilvægi hnúta í netum

Ráðstefnan Stærðfræði á Íslandi

Tími: 
14. október 2023 - 12:00
Staðsetning: 
Reykjaskóli í Hrútafirði

Kæra félagsfólk,

Helgina 14.-15. október verður haldin stærðfræðiráðstefna á vegum félagsins á Reykjum í Hrútafirði. Dagskráin hefst um hádegi á laugardegi og lýkur um kaffileytið á sunnudegi.

Laugardagurinn 14. október

11:00 - 12:00 Mæting og skráning. Munið að taka með rúmföt og handklæði.
12:00 Hádegisverður
13:10 Ráðstefnan sett
13:20 - 14:00 Ingunn Gunnarsdóttir - Samstem, samstarfsverkefni háskólanna og framhaldsskólanna um STEM.

History of the Banach Fixed Point Theorem

Tími: 
14. september 2023 - 16:30
Staðsetning: 
Askja, stofa 132

Małgorzata Terepeta, prófessor við Tækniháskólann í Łódź heldur fyrirlestur fyrir Íslenska stærðfræðafélagið. Kaffi og spjall hefst kl. 16:30 og fyrirlesturinn sjálfur hefst kl. 17.

Ágrip: On June 24, 1920 Stefan Banach presented his doctoral dissertation titled operacjach na zbiorach abstrak-cyjnych i ich zastosowaniach do równań całkowych(On operations on abstract sets and their applications tointegral equations) to the Philosophy Faculty of Jan Kazimierz University in Lvov.

Gagnvirkar tölvusannanir

Tími: 
9. febrúar 2023 - 17:00
Staðsetning: 
V-157 í VR-II

Fyrsti fyrirlestur ársins 2023 á vegum ÍSF verður haldinn fimmtudaginn 9. febrúar kl. 17. Fyrirlesari er Dagur Tómas Ásgeirsson. Dagur stundar doktorsnám við Hafnarháskóla.

Aðalfundur 2021

Tími: 
22. nóvember 2021 - 16:30
Staðsetning: 
í stofu V-148 í VR-II við Hjarðarhaga

Ágætu félagar.

Aðalfundur Íslenska stærðfræðafélagsins verður haldinn mánudaginn 22. nóvember kl 16:30 í stofu V-148 í VR-II við Hjarðarhaga . Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar flutt.
3. Samstarfsverkefni félagsins á erlendum vettvangi.
4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
5. Umsóknir um félagsaðild bornar upp.
6. Kosning stjórnarmanna.
7. Kosning skoðunarmanns reikninga.
8. Ákvörðun árgjalds.
9. Önnur mál.

Við vonumst til að sjá sem flesta félaga á fundinum.

Jólafyrirlestur

Tími: 
27. desember 2019 - 17:00
Staðsetning: 
VR-II við Hjarðarhaga

Jólafundur Íslenska stærðfræðafélagsins verður haldinn föstudaginn 27. desember kl. 17 í VR-II við Hjarðarhaga.

Fundurinn hefst að venju á kaffispjalli og í framhaldinu flytur jólaálfur félagsins jólafyrirlestur.

Verið velkomin!

Gleðileg jól og sjáumst vonandi sem flest,
stjórnin

Stærðfræði á Íslandi

Tími: 
12. október 2019 - 9:30
Staðsetning: 
Hótel Bifröst, Borgarfirði

Ágætu félagar.

Helgina 12.-13. október verður ráðstefnan Stærðfræði á Íslandi haldin á vegum félagsins á Hótel Bifröst (http://www.hotelbifrost.is/)

Meðal fyrirlesara verða Anna Helga Jónsdóttir, Bjarnheiður Kristinsdóttir, Bjarni Jens Kristinsson, Christian Bean, Eggert Karl Hafsteinsson, Einar Guðfinnsson, Émile Nadeau, Hulda Hvönn Kristinsdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Ragnar Sigurðsson og Sigurður Freyr Hafstein.

Innifalið í þáttökugjaldi er gisting, kaffi og með því í hléum, hádegismatur á laugardegi, veislumatur á laugardagskvöldi og morgunmatur á sunnudegi.

Ráðstefnan Stærðfræði á Íslandi 2019

Tími: 
12. október 2019 - 9:00
Staðsetning: 
Bifröst í Borgarfirði

Helgina 12.-13. október verður ráðstefnan Stærðfræði á Íslandi haldin á vegum félagsins á Hótel Bifröst (http://www.hotelbifrost.is/)

Nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur en meðal fyrirlesara verða Anna Helga Jónsdóttir, Bjarnheiður Kristinsdóttir, Bjarni Jens Kristinsson, Christian Bean, Eggert Karl Hafsteinsson, Einar Guðfinnsson, Émile Nadeau, Hulda Hvönn Kristinsdóttir, Jón Freyr Jóhannsson og Kristín Bjarnadóttir og fleiri munu bætast við.

Aðalfundur 2019

Tími: 
25. september 2019 - 17:00
Staðsetning: 
stofa V-155 í VR-II við Hjarðarhaga

Ágætu félagar.

Aðalfundur Íslenska stærðfræðafélagsins verður haldinn miðvikudaginn 25. september kl 17:00 í stofu V-155 í VR-II við Hjarðarhaga. Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar flutt.
3. Samstarfsverkefni félagsins á erlendum vettvangi.
4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
5. Umsóknir um félagsaðild bornar upp.
6. Kosning stjórnarmanna.
7. Kosning skoðunarmanns reikninga.
8. Ákvörðun árgjalds.
9. Önnur mál.

Við vonumst til að sjá sem flesta félaga á fundinum.

Emmy Noether, Symmetry and Women in Mathematics

Tími: 
18. júní 2019 - 16:45
Staðsetning: 
í Öskju, stofu 132

Verið velkomin á fund í stærðfræðafélaginu!

Athugið breytta staðsetningu fyrir þennan tiltekna fund: Í Öskju, stofu 132.

Að venju hefst fundurinn með kaffi og vínarbrauði kl. 16:45 en síðan heldur
Cheryl E. Praeger, prófessor emeritus Háskóla Vestur-Ástralíu, Perth erindi þar sem hún ræðir um hluta af mikilvægu framlagi Emmy Noether til algebru og einnig impra á því hlutverki sem hún gegnir sem fyrirmynd kvenna í stærðfræði á heimsvísu. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.