Skip to Content

Stærðfræði á Íslandi 2013

Ráðstefnan "Stærðfræði á Íslandi 2013" verður haldin í Reykholti í Borgarfirði dagana 12. og 13. október næstkomandi. Ráðstefnugjaldið er 24.850 kr og innifalið í því er:

* gisting í 2 nætur (2 saman í herbergi, við fengum fría uppfærslu í 'supremum' herbergi í staðinn fyrir 'standard' herbergi),
* morgunmatur laugardag og sunnudag,
* hádegismatur laugardag og sunnudag,
* kaffi fyrir og eftir hádegi á laugardag,
* þriggja rétta kvöldverður á laugardegi.

Greiðsla fer fram við mætingu í Reykholt.

Stefnt er að því að gjald fyrir nemendur verði lægra en upphæð þess hefur ekki verið ákveðin.

Skráning á ráðstefnuna fer fram með því að senda póst á isf hjá stae.is þar sem fram þarf að koma:

* fullt nafn,
* hvort þið viljið sérstakan herbergisfélaga,
* hvort þið hafið sérþarfir varðandi mat,
* hvort þið viljið fara með rútunni sem fer frá BSÍ, föstudagskvöldið 11. október (því fylgir ekki aukakostnaður, rútan fer aftur í bæinn á sunnudaginn),
* hvort þið séuð nemendur og þá á hvaða stigi (BS, MS eða PhD),

LOKAFRESTUR til að skrá sig er fimmtudagurinn 3. október.

Enn er laust pláss fyrir fyrirlesara og áhugasamir geta haft samband við Henning Úlfarsson, henningu hjá ru.is.