Stæða af gerðinni
\[a_{n}x^n + a_{n-1}x^{n-1} + \ldots + \;a_{1}x + a_{0},\]
þar sem $a_{0},\ldots,a_{n}$ eru tölur og $a_{n} \neq 0$, kallast margliða. Tölurnar $a_{0}, \ldots, a_{n}$ kallast stuðlar margliðunnar og kallast þá $a_{n}$ forystustuðull hennar og $a_{0}$ fastastuðull hennar.