Skip to Content

Núllstöð (margliðu)

Látum $P$ vera margliðu yfir talnakerfi $\mathbb{K}$ eins og $\mathbb{Z}, \mathbb{Q}$, $\mathbb{R}$ eða $\mathbb{C}$. Tala $r$ í $\mathbb{K}$, þannig að $P(r)=0$, kallast núllstöð margliðunnar $P$ yfir $\mathbb{K}$. Lausnamengi jöfnunnar $P(x)=0$ í $\mathbb{K}$ kallast núllstöðvamengi margliðunnar í $\mathbb{K}$.

Margliðan $x^2 - 2$ hefur enga núllstöð yfir $\mathbb{Q}$.

Ef $P$ og $H$ eru margliður þannig að $\text{stig}(H) \leq \text{stig}(P)$, þá eru til ótvírætt ákvarðaðar margliður $Q$ og $R$ þannig að: \[P = Q \cdot H + R \quad \text{og} \quad \text{stig}(R) \lt \text{stig}(H).\]

Að rita $P$ á þessu formi nefnist að deila margliðunni $H$ upp í $P$ og kallast þá margliðan $Q$ kvóti deilingarinnar og margliðan $R$ kallast afgangur deilingarinnar.

Stæða af gerðinni \[a_{n}x^n + a_{n-1}x^{n-1} + \ldots + \;a_{1}x + a_{0},\] þar sem $a_{0},\ldots,a_{n}$ eru tölur og $a_{n} \neq 0$, kallast margliða. Tölurnar $a_{0}, \ldots, a_{n}$ kallast stuðlar margliðunnar og kallast þá $a_{n}$ forystustuðull hennar og $a_{0}$ fastastuðull hennar.

Látum \[a x^2+b x+ c,\qquad a\neq 0\] vera margliðu af stigi $2$ yfir rauntölurnar. Núllstöðvar margliðunnar eru lausnir jöfnunnar \[ax^2+bx+c=0.\] Þær má finna með því að fylla í ferninginn. Þá fæst að ofangreind jafna er jafngild jöfnunni \[a\left(x+\frac{b}{2a}\right)^2-\frac{d}{4a}=0\] eða \[\left(x+\frac{b}{2a}\right)^2=\frac{d}{4a^2}\] þar sem $d=b^2-4ac$. Talan $d$ kallast aðgreinir margliðunnar.

Eftirfarandi setning nefnist undirstöðusetning algebrunnar:

Setning:   Sérhver margliða $P$ yfir tvinntölurnar $\mathbb{C}$ þannig að $\text{stig}(P) \geq 1$ hefur núllstöð í $\mathbb{C}$.

Þar sem tvinntala $r$ er núllstöð í margliðu $P$ yfir $\mathbb{C}$ þá og því aðeins að margliðan $(x - r)$ gangi upp í $P$, þá gefur undirstöðusetningin að sérhverja margliðu $P$ yfir $\mathbb{C}$ megi skrifa á eftirfarandi formi:

\[P = (x - r_{1})^

Syndicate content