Skip to Content

Grunnhugtök hefðbundinnar rúmfræði eru punktur, lína og slétta.

Punktur

Punktar ákvarða staðsetningu; þeir hafa enga stærð og þeim er ekki hægt að skipta upp. Punktar eru yfirleitt táknaðir með hástöfum, t.d. $A$, $B$ og $C$.

Lína

Við hugsum um línur sem beinar, ör mjóar og endalausar. Punktar geta legið á línum og í gegnum tvo ólíka punkta liggur nákvæmlega ein lína. Stysta leiðin milli punktanna liggur þá eftir línunni í gegnum þá. Línur eru yfirleitt táknaðar með lágstöfum, t.d. $l$, $m$ og $n$.

Látum $A$ og $B$ vera tvo ólíka punkta. Þá er til nákvæmlega ein lína í gegnum punktana. Strikið $A B$ samanstendur af þeim punktum á þessari línu, sem liggja á milli $A$ og $B$. Þar að auki teljast punktarnir $A$ og $B$ til striksins $AB$ og kallast þeir endapunktar striksins.

Punktur $A$ á tiltekinni línu skiptir línunni í tvær hálflínur. Tveir punktar tilheyra sömu hálflínu ef þeir liggja sömum megin við punktinn $A$. Punkturinn $A$ tilheyrir báðum hálflínunum og kallast upphafspunktur þeirra. Hálflínurnar tvær eru sagðar vera gagnstæðar og hvor þeirra er mótlæg hinni.

Syndicate content