Tveir punktar $A, B$ í sléttu ákvarða strikið $AB$. Þrír punktar $A, B, C$ í sléttu ákvarða þríhyrninginn $ABC$. Almennt ákvarðar n-und $n$-und $(A_1,\ldots,A_n)$ af punktum í sléttu marghyrninginn $A_1A_2\cdots A_n$. Við köllum punktana $A_k$ hornpunkta marghyrningsins og strikin $A_k A_{k+1}$ hliðar hans. Auk þess er strikið $A_nA_0$ hlið í marghyrningnum. Horn marghyrningsins eru hornin $\angle A_{k-1} A_k A_{k+1}$, $\angle A_nA_0A_1$ og $\angle A_{n-1}A_nA_0$. Punktur er sagður á jaðri marghyrnings, ef hann er á einhverri hlið hans.