Skip to Content

Með hnitakerfi er almennt átt við leið til að staðsetja punkta á rúmfræðilegum hlut með tölum sem eru kölluð hnit punktsins. Ef það þarf $n$ hnit til að tilgreina punktinn er sagt að hnitakerfið sé $n$-vítt.

Staði á yfirborði jarðar má staðsetja með því að tilgreina lengdar- og breiddargráðu þeirra. Það er því dæmi um tvívítt hnitakerfi. Ef við bætum þriðju tölunni við, sem tilgreinir fjarlægð frá miðju jarðar, þá erum við komin með þrívítt hnitakerfi.

Skauthnit

Í evklíðskri sléttu má staðsetja punkta sléttunnar með því að tilgreina fjarlægð þeirra og stefnu séð frá gefnum punkti $O$ sem er kallaður skaut eða póll. Slíkt hnitakerfi kallast skauthnit á sléttunni. Þessu verður nú lýst nánar.

Látum evklíðska sléttu með karteskum hnitum vera gefna. Látum $O=(0,0)$ vera upphafspunkt karteska hnitakerfisins og $E=(1,0)$ vera einingarpunktinn á $x$-ásnum.

Látum $(a,b)$ vera punkt í kartesku hnitakerfi. Línan sem gengur gegnum $(a,b)$ og er hornrétt á línuna $y = x$ hefur jöfnu $y = -x + (a+b)$. Sá punktur á þeirri línu sem er í sömu fjarlægð frá línunni $y = x$ og punkturinn $(a,b)$ hefur hnit $(b,a)$. Við speglun um línuna $y = x$ flyst punkturinn $(a,b)$ þess vegna í punktinn $(b,a)$.

Látum $d$ vera rauntölu og $(a,b)$ vera punkt í kertesku hnitakerfi. Línan sem gengur gegnum $(a,b)$ og er hornrétt á línuna $y = d$ hefur jöfnuna $x = a$. Sá punktur á þeirri línu sem er í sömu fjarlægð frá $y = d$ og punkturinn $(a,b)$ hefur hnit $(a, 2 d - b)$. Við speglun um línuna $y = d$ flyst punkturinn $(a,b)$ þess vegna í punktinn $(a, 2 d - b)$.

Látum $c$ vera rauntölu og $(a,b)$ vera punkt í kartesku hnitakerfi. Línan sem gengur gegnum $(a,b)$ og er hornrétt á línuna $x = c$ hefur einfaldlega jöfnuna $y = b$. Sá punktur á þeirri línu sem er í sömu fjarlægð frá $x = c$ og punkturinn $(a,b)$ hefur hnit $(2 c - a, b)$. Við speglun um línuna $x = c$ flyst punkturinn $(a,b)$ þess vegna í punktinn $(2 c - a, b)$.

Syndicate content