Með hnitakerfi er almennt átt við leið til að staðsetja punkta á rúmfræðilegum hlut með tölum sem eru kölluð hnit punktsins. Ef það þarf $n$ hnit til að tilgreina punktinn er sagt að hnitakerfið sé $n$-vítt.
Staði á yfirborði jarðar má staðsetja með því að tilgreina lengdar- og breiddargráðu þeirra. Það er því dæmi um tvívítt hnitakerfi. Ef við bætum þriðju tölunni við, sem tilgreinir fjarlægð frá miðju jarðar, þá erum við komin með þrívítt hnitakerfi.