Ritstjórn orðaskrárinnar
Orðaskrá Íslenska stærðfræðafélagsins kom fyrst út á prenti árið 1997, á fimmtugs afmæli félagsins. Hún hafði þá verið aðgengileg á vefnum frá árinu 1995. Aðalritstjóri hennar frá upphafi hefur verið Reynir Axelsson, en ásamt honum hafa eftirfarandi setið í ritstjórn Orðaskrárinnar:
- Guðmundur Arnlaugsson,
- Hermann þórisson,
- Jakob Yngvason,
- Jón Ingólfur Magnússon,
- Jón Ragnar Stefánsson,
- Kristín Halla Jónsdóttir,
- Kristján Jónasson,
- Ragnar Sigurðsson,
- Robert J. Magnus.