Skip to Content

Kynningarfundur um framhaldsnám

Tími: 
24. mars 2011 - 16:45
Staðsetning: 
Stofa 157 í VR-II

Það verður fundur hjá Íslenska stærðfræðafélaginu fimmtudaginn 24. mars í stofu 157 í VR-II, bygginu Verkfræði- og náttúruvísindasviðs við Hjarðarhaga. Hann hefst kl. 16:45 og lýkur 18:15.

Þetta verður kynningarfundur á framhaldsnámi í stærðfræði og tengdum greinum. Nemendum við HÍ og HR hefur verið sérstaklega boðið á fundinn og mun félögum Íslenska stærðfræðafélagsins gefast kostur á að miðla reynslu sinni til þeirra. Allir eru velkomnir og við hvetjum sérstaklega þá sem hafa lokið framhaldsnámi á þessari öld til að mæta.

Boðið verður upp á hressingu á fundinum.

Fundur með erindi

Tími: 
1. mars 2011 - 16:45
Staðsetning: 
Verzlunarskóla Íslands við Ofanleiti 1

Fundur verður í Íslenska stærðfræðafélaginu þriðjudaginn 1. mars í húsnæði Verzlunarskóla Íslands við Ofanleiti 1. Gestir eru beðnir um að ganga inn um aðalinngang skólans sem snýr að Kringlunni. Þar verður tekið á móti þeim og þeim vísað á réttan stað.

Fundurinn hefst með veitingum að hefðbundnum hætti frá kl. 16:45.

Umræðufundur um stærðfræði í framhaldsskólum

Tími: 
23. febrúar 2011 - 15:30
Staðsetning: 
Menntaskólanum við Hamrahlíð

Íslenska stærðfræðafélagið efnir til umræðufundar um stærðfræði í framhaldsskólum. Fundurinn verður miðvikudaginn 23. febrúar 2011 frá 15:30 til 18:30 í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Allir sem hafa áhuga á að taka þátt í fundinum eru velkomnir.

Aðalfundur 2011

Tími: 
12. janúar 2011 - 16:00
Staðsetning: 
Stofu 11 í Menntaskólanum við Hamrahlíð

Aðalfundur Íslenska stærðfræðafélgasins verður haldinn kl. 16 miðvikudaginn 12. janúar í stofu 11 í Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Íslenska stærðfræðafélagið hefur aldrei átt sér skráð lög. Stjórn félagsins vill bæta úr því og hefur útbúið meðfylgjandi uppkast að lögum fyrir félagið sem verða lögð fram á fundinum.

Dagskrá fundarins verður:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar flutt.
  3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
  4. Lagabreytingar.
  5. Umsóknir um félagsaðild bornar upp.

Jólafundur

Tími: 
30. desember 2010 - 16:00
Staðsetning: 
Skála í húsnæði menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð

Jólafundur félagsins hefur í gegnum tíðina mótast af hinu alíslenska jólaboði. Auk þess að drekka kaffi og súkkulaði og borða smákökur hafa félagsmenn hlýtt á óformlegt erindi. Að þessu sinni mun Hermann Þórssion flytja erindi sem hann nefnir: Um líkindahugtakið. Við hvetjum alla til að mæta, sérstaklega þá félagsmenn sem hafa aðsetur í útlöndum.

Fundur með kynningu

Tími: 
18. nóvember 2010 - 16:45
Staðsetning: 
Stofu 157 í VR-II við Hjarðarhaga

Fundur verður í Íslenska stærðfræðafélaginu fimmtudaginn 18. nóvember í stofu 157 í VR-II.

Fundurinn hefst með veitingum að hefðbundnum hætti frá kl. 16:45. Að þeim loknum, eða klukkan 17:15, munu þeir Einar Bjarki Gunnarsson, Guðmundur Einarsson og Jóhann Sigursteinn Björnsson kynna safn stærðfræðihugtaka sem þeir unnu síðastliðið sumar á vefnum www.stæ.is.

Fundur með erindi

Tími: 
20. október 2010 - 16:45
Staðsetning: 
Stofa 254 í Menntaskólanum í Reykjavík

Það verður fundur með erindi hjá Íslenska stærðfræðafélaginu miðvikudaginn 20. október í stofu 253 í Menntaskólanum í Reykjavík (sjá nánar um staðsetningu að neðan). Allir eru velkomnir. Fundurinn hefst með veitingum að hefðbundnum hætti frá kl. 16:45.

Að þeim loknum, eða klukkan 17:15, flytur Bjarni Vilhjálmur Halldórsson dósent við Háskólann í Reykjavík erindi sem hann nefnir: Ferðasaga frá ólympíuleikunum í stærðfræði í Kazakhstan.

Fundur með erindi

Tími: 
7. apríl 2010 - 16:45
Staðsetning: 
Stofa 158 í VR-II við Hjarðarhaga

Fundurinn hefst með veitingum að hefðbundnum hætti frá kl. 16:45.

Að þeim loknum, eða klukkan 17:15, flytur Michael S. Keane prófessor við Wesleyan Háskóla í Bandaríkjunum erindi sem hann nefnir: The essence of the law of large numbers.

Fundur með erindi

Tími: 
25. mars 2010 - 16:30
Staðsetning: 
Stofa M1.08 í nýrri byggingu Háskólans í Reykjavík við Nauthólsvík

Fyrir fundinn mun Magnús Már Halldórsson leiða áhugasama um ný húsakynni Háskólans í Reykjavík. Mun sú leiðsögn hefjast kl. 16:30 og að henni lokinni verður boðið upp á veitingar að hefðbundnum hætti.

Klukkan 17:15 flytur svo Úlfar Stefánsson erindi sem hann nefnir: Almennt um þverstæðar margliður og sérstaklega um Müntz margliður.

Aðalfundur 2010

Tími: 
6. janúar 2010 - 16:00
Staðsetning: 
Stofu 11 í Menntaskólanum við Hamrahlíð

Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf.