Um keppnina
Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema var fyrst haldin veturinn 1984-1985 og hefur verið árlegur viðburður síðan þá. Að henni standa Íslenska stærðfræðafélagið og Félag raungreinakennara. Markmið hennar er að auka áhuga framhaldsskólanema á stærðfræði og öðrum greinum sem byggja á stærðfræðilegum grunni.
Framkvæmdanefnd fyrir Stærðfræðikeppni framhaldskólanema sér um að skipuleggja keppnina hér innanlands, en hana skipa:
- Atli Fannar Franklín
- Álfheiður Edda Sigurðardóttir
- Bjarnheiður Kristinsdóttir
- Friðrik Diego
- Gunnar Freyr Stefánsson
- Jóhanna Eggertsdóttir
- Marteinn Þór Harðarson
- Sigurður Jens Albertsson
Auk þess er Jóhanna Einarsdóttir gjaldkeri og Marteinn Þór Harðarson hefur umsjón með Norrænu keppninni. Umsjá með æfingabúðum fyrir Ólympíuliðið í stærðfræði hefur Álfheiður Edda Sigurðardóttir.
Netfang stærðfræðikeppninnar er staekeppni(hjá)gmail(punktur)com, en einnig má hafa samband beint við nefndarmeðlimi.
Heimilisfang keppninnar er
Menntavísindasvið Háskóla Íslands
b/t Friðrik Diego
Stakkahlíð
105 Reykjavík
Ísland
Fyrirkomulag keppninnar
Keppnin er haldin í tvennu lagi á hverjum vetri. Annars vegar er um að ræða forkeppni sem fer fram í október og er á tveimur stigum; neðra og efra stigi. Lengi vel (meðan framhaldsskólinn var 4 ár að jafnaði) var neðra stig einkum ætlað þeim sem voru á fyrstu tveimur árunum í framhaldsskóla en það efra fyrir þá sem voru á síðari tveimur árunum. Haustið 2017 urðu þær breytingar að neðra stig var ætlað nemendum á fyrsta ári (innritun vor eða haust sama ár) og efra stig öllum öðrum. Þeir sem standa sig vel í forkeppninni er svo boðið að taka þátt í úrslitakeppni sem fer fram í mars.
Bréfaskóli
Í aðdraganda úrslitakeppninnar eru sendir út fjórir dæmaskammtar; úr rúmfræði, fléttufræði, talnafræði og algebru, ásamt lesefni. Dæmin eru undirbúningur undir úrslitakeppnina. Nemendur sem komast ekki áfram úr forkeppni geta unnið sér inn þátttökurétt í úrslitakeppnina með góðri þátttöku í bréfaskólanum. Hægt er að biðja um að taka þátt í bréfaskóla með því að senda póst á staekeppni hjá gmail.com.
Til hvers er að vinna?
Fyrir utan viðurkenningar og verðlaun fyrir efstu sætin í keppnunum, þá er árangur keppenda hafður til hliðsjónar þegar valdir eru keppendur í Eystrasaltskeppnina í stærðfræði, Norrænu stærðfræðikeppnina og á Ólympíuleikana í stærðfræði, en allar þessar keppnir eru haldnar á hverju ári.
Það má líka finna okkur á Facebook.