Skip to Content

Dæmi 13. Neðra stig 1994-95

Ef það eru fimm sunnudagar í desember, þá gæti aðfangadagur verið á

Dæmi 14. Neðra stig 1994-95

Í þingflokki Bandalags framsækinna sjálfstæðra alþýðukvenna eru níu konur. Á vegum þingflokksins starfa ýmsar nefndir:

Fjárhagsnefnd: Anna, Jóhanna og María.
Sjávarútvegsnefnd: Anna, Björk og Sunna.
Landbúnaðarnefnd: Dröfn, Erla og Sunna.
Iðnaðarnefnd: Björk, Erla, Hrefna og Jóhanna.
Viðskiptanefnd: Björk, Dröfn og Þóra.



Hver þingkona getur sökum anna bara sótt fund í einni nefnd á dag. Hver er minnsti fjöldi daga sem dugar til að það náist að halda fundi í öllum nefndunum?

Dæmi 3. Neðra stig 1994-95

Hver er minnsti hugsanlegi fjöldi barna í fjölskyldu þar sem hvert barn á að minnsta kosti tvo bræður og þrjár systur?

Dæmi 4. Neðra stig 1994-95

Hverja myndanna er ekki hægt að teikna án þess að lyfta blýantinum frá blaðinu eða fara tvisvar um eitthvert strik?

Dæmi 5. Neðra stig 1991-92

Píluskífa hefur þrjá hringi (sjá mynd). Fjöldi stiga sem fást fyrir að lenda í hverju svæðanna þriggja er eins og sýnt er á myndinni. Minnsti fjöldi pílukasta sem þarf til þess að hljóta nákvæmlega 21 stig er

Dæmi 1. Úrslitakeppni 1993-94

Fimmburarnir Ari, Bryndís, Davíð, Elín og Guðjón fæddust á klukkutíma fresti. Hver þeirra um sig veit hvar í röðinni hann fæddist. Guðjón veit líka að Elín fæddist tveimur tímum á undan Bryndísi. Guðjón segir: „Ef ég gef mér þá forsendu, sem mér finnst mjög trúleg, að Ari sé ekki elstur, þá veit ég í hvaða röð við fæddumst.Þessi ,,trúlega forsenda, sem Guðjón gaf sér, er reyndar alveg hárrétt. Í hvaða röð fæddust fimmburarnir?

Dæmi 6. Úrslitakeppni 1993-94

Reynir er að flísaleggja rétthyrningslaga gólfflöt. Til þess notar hann hvítar og svartar ferningslaga flísar sem hann leggur í munstur eins og á skákborði. Hann byrjar á að setja heila flís í eitt hornið og heldur áfram út frá því horni. Þegar hann hefur lokið við flísalagninguna þá tekur hann eftir því að samanlagt flatarmál hvítu flísanna á gólfinu er jafnt samanlögðu flatarmáli svörtu flísanna. Sýnið að önnur hliðarlengd gólfflatarins er heilt margfeldi af hliðarlengd flísanna og að fjöldi flísa meðfram þessari hlið er jöfn tala.

Dæmi 14. Efra stig 1993-94

Þrjú pör halda veislu. Þegar hver veislugestur kemur inn í veislusalinn heilsar hann (eða hún) öllum þeim, sem þegar eru komnir, nema maka sínum. Þegar allir eru komnir spyr einn úr hópnum alla hina hversu mörgum þau heilsuðu við komuna og fær $5$ mismunandi svör. Hve mörgum heilsaði fyrirspyrjandi þegar hann kom inn?

Dæmi 18. Efra stig 1992-93

Í skógi nokkrum búa $12$ dvergar sem bera mánaðaheitin $12$. Þeir búa ýmist í bláum eða rauðum húsum. Í hverjum mánuði heimsækir samnefndur dvergur alla vini sína. Ef hann kemst að því að meirihluti vina hans býr í húsum sem eru ósamlit hans eigin, þá málar hann sitt hús einnig í þeim lit. Nýlega lagði norn nokkur þau álög á dvergana að þeir gætu ekki eignast nýja vini, en að núverandi vinabönd, sem eru gagnkvæm, haldist að eilífu. Sýnið að fyrr eða síðar muni enginn dvergur þurfa að breyta um lit á húsinu sínu.

Dæmi 2. Úrslitakeppni 1992-93

Gefnar eru sex fullyrðingar:

($\textbf{a}$) Allar fullyrðingarnar hér að neðan eru sannar.
($\textbf{b}$) Engin fullyrðinganna hér að neðan er sönn.
($\textbf{c}$) Allar fullyrðingarnar hér að ofan eru sannar.
($\textbf{d}$) Ein fullyrðinganna hér að ofan er sönn.
($\textbf{e}$) Engin fullyrðinganna hér að ofan er sönn.
($\textbf{f}$) Engin fullyrðinganna hér að ofan er sönn.

Hverjar fullyrðinganna eru sannar?

Syndicate content